Hoppa yfir valmynd
18.9.2018
RÁSASÖGUN Á FLUGBRAUTUM Í KEFLAVÍK LOKIÐ

RÁSASÖGUN Á FLUGBRAUTUM Í KEFLAVÍK LOKIÐ

Rásasögun á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli er lokið. Verkefnið hefur staðið yfir í sumar og er búið að saga rásir í 330.000 fermetra malbiks í sumar.

Sagaðar voru rásir í yfirborð malbiks á flugbrautum 01/19 og 10/28. Þversnið rásanna er 6x6 millimetrar og millibil þeirra 80 millimetrar. Yfirborðshalli á flugbrautunum er töluvert minni en t.d. á Reykjanesbrautinni, hann er aðeins 1,5% þar sem hann er mestur. Þá er yfirborðið nokkuð hrjúft og getur vatn auðveldlega safnast hér og þar á yfirboði, t.d. á langsamskeytum.

Með því að saga rásir í yfirborð rennur vatn margfallt hraðar af henni. Vatnið streymir hratt út frá miðlínu til hvorrar áttar og heldur það flugbrautinni mjög þurri samanborið við síðasta vetur.

Meðan á verkinu stóð var flugbraut 10/28 notuð meira meðan unnið var á braut 01/19 sem þýddi af flogið var meira yfir byggð nærri Keflavíkurflugvelli í um 3-4 vikur í sumar.