Hoppa yfir valmynd
11.12.2019
Röskun á innanlandsflugi en millilandaflug hafið á ný

Röskun á innanlandsflugi en millilandaflug hafið á ný

Röskun hefur orðið á innanlandsflugi í dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs. Flug til og frá Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Ísafirði og Vestmannaeyjum hefur legið niðri. Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll hófst á ný á sjöunda tímanum í morgun eftir að á sjötta tug flugferða var aflýst þriðjudaginn 10. desember og snemma morguns miðvikudaginn 11. desember. Þá hefur flug frá Reykjavík til Kulusuk og Nuuk á Grænlandi verið samkvæmt áætlun.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma hjá viðkomandi flugfélögum eða á vef Isavia.