Hoppa yfir valmynd
16.5.2011

Samgönguþing 2011

Samgönguráð stendur fyrir samgönguþingi í Súlnasal á Radisson Hótel Sögu fimmtudaginn 19. maí kl. 13-17. Til samgönguþings er öllum helstu hagsmunaaðilum samgöngumála boðið og þar er gerð grein fyrir fyrirhuguðum forsendum og markmiðum áætlunarinnar.

Inngangur
13:00 Setning samgönguþings: Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra
13:10 Samgönguáætlun 2011-2022 – inngangur: Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs

Samgönguáætlun 2011-2022 – Drög að stefnumótun
13:30 Meginmarkmið, stefnumið og áherslur 2011-2022: Friðfinnur Skaftason og Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingar í innanríkisráðuneyti
14:15 Umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022: Mannvit og VSÓ-Ráðgjöf
14:35 Samfélagsleg áhrif samgangna: Þóroddur Bjarnason, Háskólanum á Akureyri
14:55 Samþætting samgangna, skipulags og heilsu: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

15:15 Kaffihlé

Samþætting áætlana
15:40 Landsskipulagsstefna: Stefán Thors, forstjóri Skipulagsstofnunar
16:00 Einföldun, fækkun og samþætting stefna og áætlana ríkisins: Héðinn Unnsteinsson, forsætisráðuneyti

Umræður og fyrirspurnir
16:20 Samgönguáætlun 2011-2022 – Næstu skref: Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs
16:25 Pallborðsumræður samgönguráð
16:55 Fundarslit
17:00 Léttar veitingar

Fundarstjóri verður Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Tækifæri verður til spurninga á milli erinda.

Skráning fer fram á netfangið [email protected] og stendur hún til þriðjudagsins 17. maí.