Hoppa yfir valmynd
25.6.2016
Samið við flugumferðarstjóra

Samið við flugumferðarstjóra

Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia og Félag íslenskra flugumferðarstjóra undirrituðu kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara 25. júní sl.. Samningurinn er til ársloka 2018. Kjarasamningurinn verður nú kynntur stjórn Isavia og félagsmönnum Félags Íslenskra flugumferðarstjóra og hann borinn undir atkvæði. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir eigi síðar en 10. júlí.
 
Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningsins.