Hoppa yfir valmynd
21.3.2014
Samið við Securitas um þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða farþega

Samið við Securitas um þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða farþega

Isavia hefur samið við Securitas um þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða flugfarþega sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda til þess að komast leiðar sinnar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þjónusta Securitas uppfyllir íslenska og evrópskar reglugerðir um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra flugfarþega. Aðstoðin nær ekki einungis til fatlaðra og hreyfihamlaðra heldur einnig til þeirra sem vegna aldurs eða veikinda eiga erfitt með að ferðast hjálparlaust. Þjónustan er sniðin að þörfum hvers og eins, henni er sinnt af alúð og samkvæmt gæðakerfi Isavia.

Útboðið er eitt stærsta þjónustuútboð Isavia á síðustu árum og er áætlað virði samningsins yfir 30 milljónir á ári.

Með því að bjóða sérfræðingum á sviði þjónustu að koma að verkinu verður hægt að veita betri þjónustu og byggja upp frekari sérfræðiþekkingu fyrir fatlaða og hreyfihamlaða flugfarþega.

Mynd: Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Guðmundur Arason forstjóri Securitas.