Hoppa yfir valmynd
9.3.2011

Samkomulag undirritað við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia hafa undirritað samkomulag við björgunarstjórnstöðina í Færeyjum, MRCC Tórshavn, varðandi fyrirkomulag samstarfs og upplýsingaskipti.  

Landhelgisgæslan hefur með nýrri reglugerð um leit og björgun sjófarenda og loftfara tekið við hlutverki Isavia við stjórnun leitar og björgunar loftfara en Isavia mun áfram sinna viðbúnaðarþjónustu.  Með reglugerðinni var sjóbjörgunarstjórnstöð Landhelgisgæslunnar jafnframt breytt í björgunarstjórnstöð bæði sjófarenda og loftfara (JRCC-Ísland).  

Mikil flugumferð er í suðausturhluta flugstjórnarsvæðis Íslands og er því nauðsynlegt að styrkja samstarf milli MRCC-Tórshavn og JRCC-Ísland eins og framast er unnt.  Samkomulagið við Færeyinga er gert með það að leiðarljósi.