
SAS hefur flug til Kaupmannahafnar
SAS flaug sitt fyrsta flug frá Keflavíkurflugvelli til Kaupmannahafnar í dag. Flogið verður daglega út október og fjórum til fimm sinnum í viku næsta vetur. SAS hefur undanfarin ár boðið upp á daglegar ferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Osló en nú bætist Kaupmannahöfn við. SAS býður upp á mjög góðar tengingar frá Kaupmannahafnarflugvelli um víða veröld. Isavia bauð farþegum upp á veitingar í tilefni dagsins.