Hoppa yfir valmynd
28.4.2021
Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun

Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun

Isavia býður nú upp á nýja þjónustu fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir eða skerðingar eins og t.d. heilabilun og einhverfu. Fyrir fólk í þessum aðstæðum getur verið erfitt, flókið eða fyrirkvíðanlegt að fara í gegnum flugstöð. Nú stendur fólki úr þeim hópi til boða að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er þannig upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn.

Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki er þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn.

Nánari upplýsingar um sólblómabandið.