Hoppa yfir valmynd
24.8.2021
Spennandi alþjóðlegt verkefni við Egilsstaðaflugvöll

Spennandi alþjóðlegt verkefni við Egilsstaðaflugvöll

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) verður flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar dagana 23-25. ágúst 2021. Þetta er gert í samvinnu við tékknesk/svissneska fyrirtækið Primoco UAV SE, Isavia Innanlandsflugvelli og Isavia ANS. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. Niðurstöður flugprófana drónans verða bornar saman við gögn sem áður hafa fengist úr flugprófunum flugvélar Isavia ANS.

Dróninn er af tegundinni Primoco One 150 model með tæplega 5 metra vænghaf og vegur 150 kg.

Isavia kemur að verkefninu með því að leggja fram gögn úr flugprófunum sem hafa verið framkvæmdar með flugprófanavél Isavia ANS. Flugstjórnarmiðstöðin hefur sett upp sérstakt svæði fyrir drónann til að vinna innan og sjá flugumferðarstjórar um að aðskilja hann frá annarri blindflugsumferð. Starfsmenn Egilsstaðaflugvallar sjá um alla aðra aðstoð við flugið.