Hoppa yfir valmynd
6.2.2015

Starfsemi á Keflavíkurflugvelli með eðlilegum hætti

Fyrr í dag fór rafmagn af Suðurnesjunum þegar Suðurnesjalína 1 datt út. Keflavíkurflugvöllur varð rafmagnslaus í stuttan tíma. Lítil röskun varð á flugáætlun. Vefsíða Keflavíkurflugvallar og Isavia fór niður á sama tíma en sett var upp bráðabirgðasíða með flugáætlun á meðan. Viðgerð Landsnets er lokið og starfsemi flugvallarins er nú með eðlilegum hætti. Vefsíða flugvallarins www.kefairport.is og  Isavia eru sömuleiðis komin upp þar sem hægt er að nálgast flugáætlun.