Hoppa yfir valmynd
4.5.2010

Starfsleyfi afhent í gær

Í gær fékk hið nýja fyrirtæki Isavia ohf. afhent starfsleyfi til að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu. Það var flugmálastjóri Íslands Pétur Maack sem afhenti leyfið.

Leyfin eru afhent samkvæmt reglugerð nr. 631/2008 og er innleiðing á reglugerð Evrópusambandsins um sameiginlegar kröfur sem leyfishafar skulu uppfylla til að geta veitt þjónustu á sviði flugleiðsögu. Þeir sem sækja um að starfrækja flugleiðsöguþjónustu þurfa að sækja um starfsleyfi til Flugmálastjórnar Íslands, sem sinnir hlutverki tilnefnds eftirlitsstjórnvalds, skal með vottun tryggja að viðkomandi fyrirtæki uppfylli kröfur reglugerðarinnar. Starfsleyfið sem Isavia hlaut í gær gildir til loka janúar á næsta ári.  Frétt Flugmálastjórnar Íslands.