Hoppa yfir valmynd
27.8.2019
STARFSMENN ISAVIA SÖFNUÐU 3,6 MILLJÓNUM TIL GÓÐRA MÁLEFNA

STARFSMENN ISAVIA SÖFNUÐU 3,6 MILLJÓNUM TIL GÓÐRA MÁLEFNA

51 starfsmaður frá Isavia þreytti Maraþonið, flestir hlupu 10 km, fimm sem hlupu hálft maraþon og einn hljóp heilt maraþon.

Isavia hét á þá starfsmenn sem tóku þátt og bætti 50% ofan á heildar söfnun að hámarki 100 þúsund krónur á mann.

Samtals safnaði starfsfólk Isavia 2.538.500 krónum til góðra málefna og bætti Isavia 1.096.250 krónum við þá upphæð. Það er því samanlagt 3.637.750 krónur.

Meðal þeirra góðgerðafélaga sem starfsfólk Isavia studdu eru Ljósið, AHC samtökin, Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og Kraftur.

Eydís Ása Þórðardóttir, sérfræðingur í fjárreiðudeild náði frábærum árangri og safnaði hvorki meira né minna en 489.000 krónum auk 100.000 kr viðbót frá Isavia, til styrktar Ljósinu.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins í heild gekk vonum framar. Alls hafa safnast 165 milljónir króna til styrktar fjölda góðgerðafélaga.

Við erum gríðarlega stolt af okkar fólki sem hljóp til góðs og auðvitað þeim sem komu og hvöttu þau til dáða.