Hoppa yfir valmynd
23.8.2018
STARFSMENN ISAVIA SÖFNUÐU RÚMRI MILLJÓN TIL GÓÐRA MÁLEFNA

STARFSMENN ISAVIA SÖFNUÐU RÚMRI MILLJÓN TIL GÓÐRA MÁLEFNA

Reykjavíkurmaraþonið fór fram á Menningarnótt laugardaginn 18. ágúst og auðvitað tóku starfsmenn Isavia þátt í hlaupinu.

42 starfsmenn Isavia þreyttu Maraþonið, flestir hlupu 10 km, tveir starfsmenn hlupu 21 km og tveir hlupu heilt maraþon. Allir fengu þeir íþróttapeysu, vatnsbrúsa og buff.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins gekk vonum framar. Alls hafa safnast 155 milljónir króna til styrktar fjölda góðgerðafélaga.

Isavia hét á starfsmenn, sem tóku þátt í hlaupinu, helming þeirrar upphæðar sem hver safnaði. Starfsmenn söfnuðu samanlangt 846.200 krónum í áheitum. Isavia hét á starfsfólk um að bæta við 50% ofan á þau áheit sem það safnaði og með því framlagi fara samtals 1.269.300 til góðra málefna. Meðal þeirra góðgerðafélaga sem starfsmenn Isavia studdu eru Líf Styrktarfélag, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Alzheimer samtökin ofl.

Bjartmar Ingjaldsson safnaði mestum áheitum, 73.200 krónum, til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Hann hljóp heilt maraþon á 4 klukkustundum, 06 mínútum og 03 sekúndum.

Við erum gríðarlega stolt af starfsfólkinu okkar sem tók þátt og einnig þeim sem komu og hvöttu þau til dáða.