Hoppa yfir valmynd
5.7.2013
Stórbætt þjónusta við flug yfir og í nágrenni við Grænland

Stórbætt þjónusta við flug yfir og í nágrenni við Grænland

Flugumferðarstjórar að störfum í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur unnið að því að bæta þjónustu við flug yfir og í nágrenni við Grænland í neðri flughæðum (FL285 og neðar). Fyrsti áfangi verkefnisins tók gildi í dag, 5. júlí 2013.

Tilgangurinn er að bæta þjónustu við umferð innanlands í Grænlandi og milli Íslands og Grænlands.

Verkefnið hefur haft enska vinnuheitið Greenland ATM Improvement Program og byggir á því að flugvélar noti GNSS (GPS) leiðsögubúnað.

Flugumferðarstjórar telja þessar breytingar á aðskilnaðarreglum þær mestu í langan tíma, enda er um umtalsverða minnkun á þeirri fjarlægð sem þarf að hafa milli flugvéla.

Megnið ef þessum vélum eru skrúfuþotur og hefur þurft að nota 120NM hliðaraðskilnað og 30 mínútur í lengdaraðskilnað sem veldur því að umbeðnar flughæðir hafa oft ekki verið í boði og hafa vélarnar jafnvel þurft að fljúga innanlands í óstjórnuðu loftrými.

Markmið þessara breytinga er:

  • Aukið öryggi - vélar komast frekar upp fyrir veður
  • Meiri hagkvæmni - Betri hæðir - minna eldsneyti
  • Umhverfisvænna flug -  minni útblástur

Áfangi 1 var innleiddur 5. júlí 2013

  1. Hliðaraðskilnaður milli klifrandi/lækkandi loftfara minnkaður úr 120NM í 20NM.
  2. Lengdaraðskilnaður milli loftfara minnkaður úr 30 mínútum í 15.

Áfangi 2 er á áætlun í árslok 2013. Hann er háður því að beint fjarskiptasamband á VHF sé á milli flugumferðarstjóra og flugvéla

  1. Hliðaraðskilnaður milli klifrandi/lækkandi loftfara minnkaður í 7NM 
  2. Hliðaraðskilnaður milli loftfara í láréttu flugi minnkaður úr 120NM í 15NM
  3. Lengdaraðskilnaður milli loftfara minnkaður í 10 mínútur
  4. 20NM lengdaraðskilnaður tekinn í notkun milli loftfara
  5. 10NM lengdaraðskilnaður tekinn í notkun milli klifrandi/lækkandi loftfara

Áfangi 3 er á áætlun í árslok 2014 og er fyrir vélar sem búnar eru Automatic dependent surveillance-broadcast (ADS-B). ADS-B virkar á svipaðan hátt og ratsjá.

  1. 10NM ADS-B kögunaraðskilnaður tekinn í notkun í fluglagi 265 og ofar
  2. 5NM ADS-B kögunaraðskilnaður tekinn í notkun fyrir neðan fluglag 265