
Stuttur biðtími þrátt fyrir mikla fjölgun farþega

Þröstur Söring framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar: „Þessi frábæri árangur, í þriðja stærsta mánuði í sögu flugvallarins, hefur náðst með því að taka í notkun fullkomnari tækjabúnað, endurskipuleggja vinnubrögð og fjölga starfsfólki. Það er sérstaklega ánægjulegt hvað vel hefur gengið að ráða inn nýtt starfsfólk og hversu hratt það hefur náð að tileinka sér fagleg og góð vinnubrögð.“