Hoppa yfir valmynd
7.5.2012
Styrkjum úthlutað úr styrktarsjóði Isavia

Styrkjum úthlutað úr styrktarsjóði Isavia

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í ræðustól.

Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011. Helsta markmið sjóðsins er að styrkja viðbragð björgunarsveita í hópslysum og er sérstök áhersla lögð á sveitir sem gegna hlutverki við flugslysaviðbúnað á áætlunarflugvöllum landsins. Tveimur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum við stofnun hans í fyrra en við þessa fyrstu formlegu úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu 18 björgunarsveitir styrki samtals að upphæð 11,8 milljónir króna. Verkefnin tengjast flest hópslysaviðbúnaði og allar björgunarsveitirnar sem hlutu styrki eru hluti af flugslysaáætlunum á flugvöllum Isavia.

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia afhenti styrkina á formannafundi Landsbjargar og þakkaði Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fyrir gott samstarf. Sagði hann að með stofnun styrktarsjóðs Isavia vildi félagið leggja sitt af mörkum til þess að styðja frábært starf björgunarsveitanna sem lékju afar mikilvægt hlutverk í öllum hópslysaviðbúnaði í landinu.

Fulltrúar styrkþega og fulltrúar Isavia og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar við afhendingu styrkja úr styrktarsjóði Isavia 5. maí síðastliðinn.

Eftirtaldar björgunarsveitir hlutu styrk Isavia:

Björgunarsveitin Hérað Egilsstöðum

1.700.000

Hjálparsveit skáta Reykjavík

350.000

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

350.000

Björgunarsveitin Kjölur Kjalarnes

150.000

Súlur Akureyri

1.000.000

Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit

500.000

Björgunarsveitin Dalvík

300.000

Björgunarsveitin Ægir Garði

500.000

Björgunarfélag Ísafjarðar

600.000

Björgunarsveitin Vopni Vopnafjörður

350.000

Björgunarsveitin Hafliði Þórshöfn

350.000

Björgunarsveitin Ársæll

600.000

Hjálparsveit skáta Garðabæ

200.000

Björgunarfélag Hornafjarðar

1.400.000

Björgunarfélag Vestmannaeyja

800.000

Björgunarsveitin Kópur Bíldudal

500.000

Svæðisstjórn á svæði 1

750.000

Björgunarsveitin Strandasól

1.400.000

Samtals

11.800.000