
Styrktarsjóður Isavia: afhending á Gjögri
Björgunarsveitinni Strandasól í Árneshreppi var boðið til móttöku á Gjögurflugvelli í gær þar sem formleg afhending fór fram á styrknum sem sveitin fékk úr styrktarsjóði Isavia. Strandasól fékk einn hæsta styrkinn úr sjóðnum, 1.400.000 og verður hann notaður til byggingar nýs húsnæðis fyrir sveitina. Sveitin þakkaði fyrir sig og sýndi teikningar af nýja húsinu.
