
Styrktarsjóður Isavia: afhending búnaðar á Akureyrarflugvelli
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri, Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit og Björgunarsveitin Dalvík fengu í gær, þriðjudag formlega afhentan björgunarbúnað sem keyptur var fyrir styrk úr styrktarsjóði Isavia. Styrkirnir sem sveitirnar fengu voru:
- Súlur - 1.000.000 krónur til kaupa á skyndihjálparbúnaði
- Dalbjörg - 500.000 krónur til kaupa á búnaðarkerru
- Dalvík - 300.000 krónur til kaupa á skyndihjálparbúnaði
Styrktarsjóður Isavia var stofnaður árið 2011 með það fyrir augum að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og hópslysaviðbúnaði landsins og allra hagur að björgunarsveitir séu sem best búnar.
Sérstök áhersla er lögð á að styrkja sveitir nærri áætlunarflugvöllum Isavia til kaupa á tækjum og búnaði eða til þess að efla menntun og þjálfun björgunarsveitarmanna. Úthlutun úr styrktarsjóði Isavia fer fram árlega og nam úthlutunin á nýliðnu ári 12 milljónum króna til 18 björgunarsveita. Stefnt er að því að veita átta milljónum króna úr sjóðnum á þessu ári.



