Hoppa yfir valmynd
25.2.2013
Styrktarsjóður Isavia: afhending búnaðar til Björgunarfélags Ísafjarðar

Styrktarsjóður Isavia: afhending búnaðar til Björgunarfélags Ísafjarðar

Björgunarfélagi Ísafjarðar hefur formlega verið afhentur sjúkrabúnaður sem keyptur var fyrir 600 þúsund króna styrk frá Isavia. Styrkurinn er hluti af átaki Isavia sem miðar að því að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita, sér í lagi þeirra sem starfa í nágrenni áætlunarflugvalla Isavia.

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar gegna lykilhlutverki í flugslysaáætlunum og því allra hagur að þær séu sem best búnar til að takast á við þau verkefni er upp kunna að koma. Meðal búnaðar sem Björgunarfélagið fékk voru þrjú fullbúin bakbretti, samsetjanleg skel, vakúmbörur, hálskragar, súrefnismettunarmælir og fjöldahjálpartaska sem inniheldur mikið magn búnaðar.
 
Isavia úthlutar styrkjum úr sjóðnum árlega og á síðasta ári fengu 18 björgunarsveitir samtals 12 milljónir króna og í ár er áætlað að úthluta átta milljónum króna.