
Þrír nýir áfangastaðir hjá Icelandair á næsta ári
Icelandair bætir þremur áfangastöðum við áætlun sína á næsta ári, Edmonton og Vancouver í Kanada og Genf í Sviss. Að auki verður ferðum fjölgað til ýmissa borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Umfang flugáætlunar Icelandair mun því samtals aukast um 18% á næsta ári og mun félagið bæta þremur Boeing 757 vélum í flotann.