Hoppa yfir valmynd
13.9.2021
Tilnefnd sem stafrænn leiðtogi ársins

Tilnefnd sem stafrænn leiðtogi ársins

Tilnefningar til Nordic Women in Tech Awards voru kynntar á dögunum. Það er mikið gleðiefni að Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia, hlaut þar tilnefningu sem stafrænn leiðtogi ársins (Digital Leader of the Year).

Nordic Women in Tech verðlaunin eru veitt ár hvert. Þau eru hvatning til kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Norðurlöndunum. Verðlaunahafar og þær sem hljóta tilnefningu eru hvetjandi og einnig leiðandi í upplýsingatækni og fyrirmyndir fyrir aðrar konur. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra. Verðlaun sem starfrænn leiðtogi ársins eru veitt konu í tæknigeiranum sem hefur sýnt fram á góðan árangur í stafrænni nýsköpun síðustu tvö árin.  

Raquelita er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var áður framkvæmdastjóri Stokks hugbúnaðarhúss. Hún er reyndur stjórnandi með mikla tækniþekkingu og hefur farið af stað með afgerandi og öflugum hætti í uppbyggingu á upplýsingatækni hjá Isavia. 

Isavia óskar Raquelitu til hamingju með tilnefninguna og hlökkum til að fara með henni áfram í stafræna vegferð Isavia. Verðlaunin verða afhent 11. nóvember næstkomandi.