Hoppa yfir valmynd
17.11.2022
Töluverð endurheimt eftir heimsfaraldurinn

Töluverð endurheimt eftir heimsfaraldurinn

Farþegatölur í október 2022 halda áfram að benda til töluverðrar endurheimtar eftir heimsfaraldur og ferðuðust 596.505 farþegar í gegnum flugvöllinn í október-mánuði samkvæmt bráðabirgðartölum. Flogið var til 69 áfangastaða og voru þar Kaupmannahöfn, Lundúnir, París, New York og Boston vinsælustu áfangastaðirnir. 

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll tæplega 159 þúsund í nýliðnum október. Um er að ræða fjórða fjölmennasta október-mánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfarir í ár voru 80% af því sem þær voru í október-mánuði 2018 eða þegar mest var.

Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í október-mánuði frá árinu 2016, að undanskildu árinu 2020 þegar strangar ferðatakmarkanir giltu.