Hoppa yfir valmynd
10.6.2019
TÖLVUÁRÁS GERÐ Á VEFSÍÐU ISAVIA

TÖLVUÁRÁS GERÐ Á VEFSÍÐU ISAVIA

Síðdegis sunnudaginn 10. júní lá vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása. Um er að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda.

Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka. Tæknimenn hafa unnið að því að verjast þessum árásum og er vefsíðan nú að mestu sýnileg notendum.  Þó getur það tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn.

Við biðjumst velvirðingar á vandamálum sem þetta kann að valda farþegum og viðskiptavinum okkar.