Hoppa yfir valmynd
22.6.2018
TVÆR TILLÖGUR UM BREYTINGAR Á SVÆÐISSKIPULAGI SUÐURNESJA

TVÆR TILLÖGUR UM BREYTINGAR Á SVÆÐISSKIPULAGI SUÐURNESJA

Uppfært flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar ásamt nýjum hindrunarflötum og skilmálum tengdum þeim er önnur tveggja breytinga á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sem Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur lagt til. Hin breytingin felur í sér breytta afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ.

Athugasemdum og ábendingum varðandi verkefnislýsinguna má skila til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), Skógarbraut 945 í Reykjanesbæ, eða á póstfangið [email protected]

Æskilegt er að ábendingar og athugasemdir berist fyrir 20. ágúst 2018. Hægt er að nálgast verkefnislýsinguna á skrifstofu SSS.