Hoppa yfir valmynd
22.12.2023
Umferð um Keflavíkurflugvöll yfir hátíðarnar

Umferð um Keflavíkurflugvöll yfir hátíðarnar

Það verður fjöldi fólks á faraldsfæti um hátíðirnar þetta árið ef marka má áætlun flugfélaganna um Keflavíkurflugvöll. 108 flugferðir verða um völlinn á aðfangadag, sem er 45 fleiri en í fyrra og 27 fleiri en 2018. Þá verða 39 ferðir um völlinn á jóladag sem er sjö færri en í fyrra og 29 fleiri en jóladag 2018.

Á gamlársdag fara 127 vélar um Keflavíkurflugvöll sem er 15 fleiri en í fyrra en 14 færri en gamlársdag 2018. Ferðirnar eru 132 á nýársdag sem er fjórum fleiri en í fyrra en tólf fleiri en 2018.

Fylgjast má með áætlunum flugfélaganna á vef Keflavíkurflugvallar þar sem skoða má komur og brottfarir um völlinn um tvo mánuði aftur í tímann og um viku fram í tímann. Nánari skiptingu á umferð um völlinn yfir hátíðarnar og samanburð aftur í tímann má sjá hér.