Hoppa yfir valmynd
22.7.2012
Upplýsingar um breytt umferðaskipulag við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Upplýsingar um breytt umferðaskipulag við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Til að auka öryggi þeirra sem fara um lóð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE), hefur verið ákveðið að gera neðangreindar breytingar á umferðaskipulagi við flugstöðina. Því á álagstímum hefur myndast öngþveiti og hætta fyrir vegfarendur.
Fyrsta skrefið er breytt umferðarskipulag komumegin, að austanverðu við FLE, þar sem svæði fyrir hópferðabifreiðar, leigubifreiðar og einkabíla er orðið of lítið og mikil hætta skapast.  

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar:

  • Lokað er fyrir allri umferð við forgarð austanmegin fyrir framan flugstöðvarbygginguna.
  • Nýtt svæði fyrir hópferðabifreiðar austan við FLE tekur um 20-30 hópferðabifreiðar.
  • Svæði fyrir leigubifreiðar er við norðaustur horn Flugstöðvar.
  • Svæði fyrir bílaleigubíla færist austar.
  • Á skammtímastæði komumegin verða fyrstu 7 mínúturnar gjaldfrjálsar.

Svæði fyrir bílaleigur, hópferðabifreiðar og leigubifreiðar verður tekið í notkun föstudaginn 20. júlí.

Nýja umferðarskipulagið hefur verið kynnt helstu hagsmunaaðilum s.s. forsvarsmönnum hjá bílaleigum, hópferðabifreiðum og leigubifreiðum. Margar góðar ábendingar bárust, tekið tillit til þeirra og Isavia vill þakka öllum fyrir gott samstarf.
Lögreglustjóri Suðurnesja hefur samþykkt breytingarnar á nýju umferðaskipulaginu og mun hafa náið eftirlit með framfylgd þess.

Umferðaskipulag má sjá á heimasíðu keflavíkurflugvallar á neðangreindri slóð:

http://www.kefairport.is/samgongur

Fyrir neðan er skýringar mynd af komusvæði.