Hoppa yfir valmynd
1.3.2022
Veður gæti haft áhrif á flug um Keflavíkurflugvöll 2. mars

Veður gæti haft áhrif á flug um Keflavíkurflugvöll 2. mars

Vegna óveðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli frá því snemma að morgni miðvikudagsins 2. mars og fram að hádegi þann dag. Veðurspá gerir ráð fyrir miklum vindi og rigningu.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum um flugtíma á vef Keflavíkurflugvallar eða hjá viðkomandi flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum vegna komu eða brottfara á vef Keflavíkurflugvallar og fá þær tilkynningar á Messenger, Twitter eða með tölvupósti.