Hoppa yfir valmynd
2.7.2016
Vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Um kl. 18 í dag 2. júlí fór rafmagn í skamma stund af Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í kjölfarið kom boð um eld í byggingunni úr eldvarnarkerfi. Var flugstöðin rýmd í kjölfarið. Í ljós kom að um falskt brunaboð var að ræða og enginn eldur var í laus í byggingunni og var farþegum hleypt aftur inn í bygginguna. Verið er að rannsaka orsakir þessa atviks. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta atvik hefur valdið.