
Vegna umræðu um bann- eða haftasvæði yfir eldgosinu við Fagradalsfjall
Verklag er í gildi vegna flugs yfir eldgosinu við Fagradalsfjall til að tryggja öryggi á svæðinu fyrir alla og þannig að hægt sé að sinna nauðsynlegu vísinda- og rannsóknarflugi með skömmum fyrirvara.
Þegar fyrirhugað er vísinda- og rannsóknarflug biðja Almannavarnir um að sett verði á bann- og haftasvæði og eru stærð þess, gildistími og hæðarmörk auglýst með NOTAM (skilaboðum til flugmanna).