
Vel sóttur vinnufundur um þróunaráætlun
Isavia hélt vinnufund um þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar þann 18. mars sl. í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Fjölmörgum hagsmunaaðilum var boðið að koma á fundinn og hafa áhrif á þróunaráætlunina sem nú er unnið að. Um 60 manns frá fyrirtækjum sem starfa á og við flugvöllinn, ferðaþjónustuaðilar, fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðilar komu á fundinn og lögðu sitt til málanna í þessu stóra verkefni.
Fundurinn er sá fyrsti í röð funda sem haldnir verða í samráðsferli þar sem leitað er til notenda og annarra hagsmunaaðila flugvallarins og þeir beðnir um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sem kynnt verður í september næstkomandi.

Fundurinn hófst á því að fulltrúar Hönnunarstofunnar Nordic kynntu vinningstillöguna.


Að kynningum loknum völdu þátttakendur sér borð eftir því hvaða þættir áætlunarinnar hefðu mest áhrif á þeirra starfsemi. Mjög góðar hugmyndir og athugasemdir komu upp í vinnunni og verða þær notaðar við gerð áætlunarinnar.