Hoppa yfir valmynd
29.4.2015

Verkfall SGS hefur ekki áhrif á flugsamgöngur

​Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins sem hefjast á hádegi á morgun munu ekki hafa áhrif á flugsamgöngur á flugvöllum sem Isavia rekur. Isavia fylgist náið með framvindu þeirra verkfalla sem möguleg eru á næstunni og mun birta upplýsingar á vefnum um hvort og þá hvernig verkföll geta haft áhrif á starfsemina.