Hoppa yfir valmynd
14.10.2015

Verkföll gætu tafið landamæraafgreiðslu

SFR hefur fyrirhugað verkfall frá og með miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins 15. október. Á meðal þeirra sem fara í verkfall eru landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan mun sinna landamæraeftirliti en ljóst er að færri hlið verða opin og því gætu raðir myndast við vegabréfahliðin. Athugið að þetta á einungis við um flug til og frá Bretlandi og Norður-Ameríku.