
Viðhaldsframkvæmdir á innanlandsflugvöllum frá árinu 2008
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið hefur Isavia tekið saman þær viðhaldsframkvæmdir sem gerðar hafa verið á flugvöllum í innanlandsflugvallakerfi Íslands síðan árið 2008. Auk þess eru í samantektinni upplýsingar um framlag ríkisins til viðhaldsframkvæmda ár hvert.
Innanlandsflugvallakerfið er í eigu ríkisins og Isavia sér um daglegan rekstur þess í samræmi við þjónustusamning við innanríkisráðuneytið. Í samningnum er ákvarðað þjónustustig á flugvöllum, hvaða flugvöllum skal halda opnum, fjármagn til rekstrar og fjármagn til viðhalds. Árleg viðhaldsþörf á þessum samgönguinnviðum er um það bil 600 milljónir króna.
Upplýsingum um kostnað við viðhald og endurbætur á flugvöllum í innanlandskerfi frá árinu 2008 er að finna í árlegum skýrslum innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar en þeim er dreift á Alþingi á hverju ári. Eftirfarandi er samantekt úr þeim skýrslum.
Stofnkostnaður og viðhaldsframkvæmdir Raunkostnaður, verðlag hvers árs í milljónum króna. | ||||||||
Staður | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 áætl. |
Reykjavík | 34,9 | 17,6 | 43,4 | 65,2 | 62,5 | 67,2 | 51,5 | 50,3 |
Akureyri | 1.170,6 | 661,8 | 33,9 | 34,7 | 88,7 | 10,6 | 4,0 | 91,1 |
Egilsstaðir | 100,7 | 68,1 | 114,8 | 60,6 | 184,9 | 52,4 | 26,4 | 30,3 |
Bíldudalur | 11,3 | 9,9 | 2,4 | 0,8 |
| 0,6 |
| 2,8 |
Ísafjörður | 40,8 | 35,4 | 11,4 | 2,9 | 4,4 | 61,0 |
| 0,9 |
Þingeyri | 24,7 | 21,3 | 0,2 | 0,5 |
|
|
| 9,1 |
Gjögur | 0,0 | 1,9 |
| 0,5 | 0,8 | 43,8 | 2,6 | 155,1 |
Sauðárkrókur | 0,0 | 3,8 | 0,7 | 0,5 |
|
|
| 1,9 |
Grímsey | 0,0 | 1,0 | 1,4 | 4,0 |
| 1,5 | 26,0 | 3,1 |
Þórshöfn | 0,1 | 1,2 | 14,5 | 3,0 |
| 27,0 | 1,6 |
|
Vopnafjörður | 0,7 | 3,0 | 0,9 | 1,3 |
| 0,7 |
| 114,9 |
Hornafjörður | 0,0 | 5,0 | 3,4 |
| 3,1 | 0,8 | 53,1 | 12,5 |
Vestmannaeyjar | 49,3 | 2,7 | 55,2 | 62,5 | 2,1 | 10,9 | 4,7 | 17,2 |
Húsavík | 0,0 |
|
|
|
| 2,8 |
| 28,2 |
Lendingarstaðir | 60,4 | 31,0 | 13,7 | 16,8 |
| 9,5 | 1,3 | 4,3 |
Önnur flugmálaverkefni | 86,3 | 98,2 | 91,8 | 107,6 | 57,1 | 42,6 | 10,4 | 24,5 |
Samtals | 1.579,8 | 961,9 | 387,7 | 360,9 | 403,6 | 331,4 | 181,6 | 546,2 |
Til frekari samanburðar á framkvæmdakostnaði milli ára er taflan hér að ofan færð til verðlags í mars 2015:
Stofnkostnaður og viðhaldsframkvæmdir Raunkostnaður, verðlag mars 2015, í milljónum króna | ||||||||
Staður | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 áætl. |
Reykjavík | 55,8 | 22,1 | 53,0 | 79,1 | 68,1 | 69,7 | 53,4 | 50,3 |
Akureyri | 1.871,7 | 829,4 | 41,4 | 42,1 | 96,7 | 11,0 | 4,1 | 91,1 |
Egilsstaðir | 161,0 | 85,3 | 140,3 | 73,5 | 201,6 | 54,4 | 27,4 | 30,3 |
Bíldudalur | 18,1 | 12,4 | 2,9 | 1,0 | 0,0 | 0,6 | 0,0 | 2,8 |
Ísafjörður | 65,2 | 44,4 | 13,9 | 3,5 | 4,8 | 63,3 | 0,0 | 0,9 |
Þingeyri | 39,5 | 26,7 | 0,2 | 0,6 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 9,1 |
Gjögur | 0,0 | 2,4 | 0,0 | 0,6 | 0,9 | 45,4 | 2,7 | 155,1 |
Sauðárkrókur | 0,0 | 4,8 | 0,9 | 0,6 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 1,9 |
Grímsey | 0,0 | 1,3 | 1,7 | 4,9 | 0,0 | 1,6 | 26,9 | 3,1 |
Þórshöfn | 0,2 | 1,5 | 17,7 | 3,6 | 0,0 | 28,0 | 1,7 | 0,0 |
Vopnafjörður | 1,1 | 3,8 | 1,1 | 1,6 | 0,0 | 0,7 | 0,0 | 114,9 |
Hornafjörður | 0,0 | 6,3 | 4,2 | 0,0 | 3,4 | 0,8 | 55,0 | 12,5 |
Vestmannaeyjar | 78,8 | 3,4 | 67,5 | 75,8 | 2,3 | 11,3 | 4,9 | 17,2 |
Húsavík | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 2,9 | 0,0 | 28,2 |
Lendingarstaðir | 96,6 | 38,8 | 16,7 | 20,4 | 0,0 | 9,9 | 1,3 | 4,3 |
Önnur flugmálaverkefni | 138,0 | 123,1 | 112,2 | 130,5 | 62,2 | 44,2 | 10,8 | 24,5 |
Samtals núvirt | 2.526,0 | 1.205,5 | 473,7 | 437,6 | 440,0 | 343,8 | 188,2 | 546,2 |
Eftirfarandi mynd sýnir núvirt fjárframlög ríkisins til framkvæmda á flugvöllum í innanlandskerfi á árunum 1988 til 2015. Árið 2008 sker sig nokkuð úr en þá var fé veitt til flugbrautarlengingar og nýs aðflugsbúnaðar á Akureyrarflugvelli. Myndin endurspeglar í raun þann vanda sem við er að etja á innanlandsflugvöllum, þ.e. hve dregið hefur úr fjárveitingum til viðhalds þeirra. Viðhaldsþörf flugvallakerfisins í heild er um 600 m.kr. í venjulegu árferði. Við þá fjárhæð bætast nýframkvæmdir, svo sem lenging flugbrauta, stækkun flughlaða, nýr flugleiðsögubúnaður og fleira.
Samhliða umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingum til viðhalds hefur framlag ríkisins til reksturs flugvalla í innanlandskerfinu einnig dregist saman um 30% að raunvirði. Hefur því verið mætt með hagræðingu á öllum flugvöllum og hækkun notendagjalda á Reykjavíkurflugvelli jafnframt því sem gengið hefur verið á eigið fé Isavia. Eftirfarandi mynd sýnir þróun fjárveitinga til rekstrar, annars vegar rauntölur á verðlagi hvers árs og hins vegar hverjar þær hefðu þurft að vera til þess að haldast í hendur við fjárveitingar ársins 2008 að raungildi.
Ónýttar fjárveitingar til framkvæmda og viðhalds eru samkvæmt ákvæði þjónustusamnings innanríkisráðuneytis við Isavia færðar milli ára, enda eru þær í öllum tilfellum ætlaðar tilgreindum verkefnum á flugvöllum ríkisins. Algengt er að heimildir til framkvæmda fáist ekki fyrr en langt er liðið á árið og þá næst þá oft ekki að ljúka við framkvæmdir á því ári. Sem dæmi má nefna að samningur um framkvæmdir og viðhald ársins 2015 var undirritaður í júní 2015 og gátu þá útboð vegna verkefnanna fyrst hafist. Eftirfarandi tafla sýnir færslur á fjármagni milli ára. Þær eru eingöngu vegna framkvæmdaverkefna, ekki reksturs.