Hoppa yfir valmynd
29.2.2020
 Viðvörun til ferðamanna vegna kórónaveirusýkingu (COVID-19)

Viðvörun til ferðamanna vegna kórónaveirusýkingu (COVID-19)

Isavia vinnur náið með sóttvarnarlækni, landlæknisembættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna aukinnar útbreiðslu kórónaveiru (COVID-19). Þess vegna mælum við með því að hafir þú á sl. tveimur vikum dvalið á svæði þar sem COVID-19 sjúkdómur gengur er mikilvægt að þú fylgist sérstaklega með heilsu þinni. Veikist þú með hita, hósta og/eða öndunarörðugleika innan 14 daga eftir ferð frá því landi er þér ráðlagt að hafa samband við lækni. Á dagvinnutíma (frá kl. 08:00–16:00) getur þú hringt í heilsugæsluna og fengið að tala við hjúkrunarfræðing en utan dagvinnutíma er hægt að hringja í síma Læknavaktarinnar 1700 og fá ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi. Við alvarleg veikindi er bent á neyðarlínuna 112.

Lista yfir núverandi áhættusvæði er að finna á vef embættis landlæknis. Ef þú hefur spurningar um þennan faraldur er þér bent á heimasíðu embættis landlæknis: www.landlaeknir.is og vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Við hvetjum farþega til að nýta sér aðstöðu til handþvottar og sótthreinsunar með spritti sem komið hefur verið upp víða á flugvellinum. Samkvæmt tilmælum Sóttvarnarlæknis er hreinlæti eitt af stærstu þáttunum sem hindrar útbreiðslu veirunnar.