Hoppa yfir valmynd
25.7.2022
Vinna við farangurskerfi og vefþjón á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags

Vinna við farangurskerfi og vefþjón á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags

Framkvæmdir við farangurskerfið á Keflavíkurflugvelli fara fram 25. júlí kl. 19:55 og standa til klukkan 4 aðfararnótt þriðjudagsins 26. júlí. Framkvæmdirnar við farangurskerfið eru vegna þeirra stækkunarframkvæmda sem standa nú yfir á flugvellinum.

Á meðan á verkinu stendur verður slökkt á farangurskerfi flugvallarins á þessum tíma. Hægt verður að innrita farþega með hefðbundnum hætti en að lokinni innritun fara farþegar með farangur sinn þar sem tekið er á móti stærri farangri (odd size baggage). Starfsfólk í farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli mun leiðbeina farþegum um þetta meðan á þessu stendur.

Búast má við minniháttar töfum við innritun í þær átta klukkustundir sem þetta stendur yfir og minnum við á að farþegar eru í sumar hvattir til að mæta á Keflavíkurflugvöll þremur klukkustundum fyrir brottför.

Sex vélar fara frá Keflavíkurflugvelli á þessu tímabili. Þau eru flug Vueling til Barcelona kl. 21.55, flug Icelandair til München kl. 00.20, Parísar kl. 00.45 og Kaupmannahafnar kl. 1.15, flug Lufthansa til Frankfurt kl. 00.25 og Transavia til Parísar kl. 00:45.

Þá fer viðhaldsvinna fram á API vefþjóninum á Keflavíkurflugvelli fram aðfaranótt þriðjudagsins 26. júlí. Vinnan stendur yfir í eina klukkustund, frá kl. 2.30 til 3.30. API þjónustan liggur niðri á þeim tíma vegna viðhaldsvinnunnar þegar kerfið verður uppfært. Það hefur m.a. þau áhrif á þjónustu við farþega að yfirlit yfir komur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll á vef Isavia uppfærist ekki á meðan. Skjáir í flugstöðinni sem birta flugupplýsingar til farþega verða hins vegar ekki fyrir áhrifum af þessari uppfærslu.