
Vinningsnúmerin í happdrættinu á flugdeginum
Flugdagur var haldinn á Reykjavíkurflugvelli í dag, 29. maí. Fjölmargir gestir litu við og nutu sýningar flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Á meðal atriða voru fallhlífarstökk, listflug, hjáflug Hercules vélar, Boeing 757 Icelandair, svifflug, hraðflug, stuttbrautarflug og margt fleira.
Happdrættismiðum var dreift á svæðinu og dregnir út glæsilegir vinningar, flug innanlands með Flugfélaginu Erni og Flugfélagin Íslands auk þyrluflugs með Norðurflugi. Vinninsnúmerin sem dregin voru út eru hér að neðan. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofum Isavia við Reykjavíkurflugvöll. Nánari upplýsingar í síma 424-4000 og í netfanginu [email protected].
Útsýnisflug með Norðurflugi: 975, 1370, 2834 og 5095
Flug innanlands með Flugfélagi Íslands: 3832 og 667
Flug til Húsavíkur með Flugfélaginu Erni: 353
Flug til Hafnar á Hornafirði með Flugfélaginu Erni: 1816