
Vueling flýgur til Íslands í sumar
![]() |
Sara Henný Húnfjörð, fyrsti farþeginn með Vueling frá Keflavík til Barcelona, klippti á borðann ásamt flugstjóra flugsins, Felix Sanchez Sanchez. |
Aðfaranótt föstudagsins 21. júní flaug spænska lággjaldaflugfélagið Vueling sitt fyrsta flug til Keflavíkurflugvallar. Félagið mun í sumar stunda áætlunarflug milli Barcelona og Íslands. Félagið bætist í hóp 16 flugfélaga sem fljúga til 70 áfangastaða frá Keflavíkurflugvelli í sumaráætlun. Vueling mun fljúga tvisvar í viku milli Keflavíkurflugvallar og El Prat flugvallar í Barcelona.
Farþegar og áhafnarmeðlimir í fyrsta fluginu nutu veitinga í boði Isavia í tilefni dagsins og svo klippti fyrsti farþeginn á borða ásamt flugstjóra flugsins.
Vueling er næst stærsta flugfélagið á Spáni. Félagið hefur höfuðstöðvar á El Prat flugvelli í Barcelona og flýgur til yfir 100 áfangastaða í Evrópu, Asíu og Afríku. Ísland er á meðal 32 nýrra sumaráfangastaða félagsins.
Vél Vueling lendir á Keflavíkurflugvelli.
Flugvallarþjónustan á Keflavíkurflugvelli tók vel á móti vélinni með heiðursboga.
Farþegar gæddu sér á veitingum í boði Isavia.