Hoppa yfir valmynd
16.4.2015
Wizz Air flýgur beint til Póllands

Wizz Air flýgur beint til Póllands

Keflavíkurflugvöllur er 111. áfangastaður Wizz Air.

 

Flugfélagið Wizz Air hefur ákveðið að hefja flug til Íslands frá Gdansk í Póllandi. Ferðir hefjast í júní og flogið verður tvisvar í viku á mánudögum of föstudögum.

Wizz Air er stærsta lággjaldaflugvélag í Mið- og Austur-Evrópu og er Keflavíkurflugvöllur 111. áfangastaður félagsins.

Flugleiðum frá Keflavíkurflugvelli fjölgar sífellt og fagnar Isavia þessum tímamótum og býður Wizz Air velkomið ört stækkandi í hóp viðskiptavina!