Hoppa yfir valmynd
11.4.2016
Wizz Air til Vilnius

Wizz Air til Vilnius

© Vilnius Tourism & Convention Bureau | www.vilnius-tourism.lt
© Vilnius Tourism & Convention Bureau | www.vilnius-tourism.lt
 
Ungverska flugfélagið Wizz Air hyggst hefja flug milli Keflavíkurflugvallar og Vilnius í Litháen í október á þessu ári. Flogið verður tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og föstudögum, allt árið um kring. Flugfélagið flýgur nú þegar frá Keflavík til Gdansk í Póllandi og Budapest í Ungverjalandi auk þess sem Varsjá bætist við í maí á þessu ári. Vilnius verður því fjórði áfangastaður flugfélagsins frá Íslandi.
 
Wizz Air er sem áður segir ungverskt flugfélag og stærsta lággjaldaflugvélagið í Mið- og Austur-Evrópu. Félagið hóf flug á milli Gdansk og Keflavíkurflugvallar í júní í fyrra, fyrst tvisvar í viku en fjölgaði ferðum fljótlega upp í þrjár. Nú tilkynnir félagið um fjórða áfangastaðinn frá Íslandi. Það er því ljóst að félagið bindur miklar vonir við Ísland sem áfangastað.