Hoppa yfir valmynd
3.9.2012
WOW air flýgur frá Akureyrarflugvelli

WOW air flýgur frá Akureyrarflugvelli

WOW air flaug sína fyrstu ferð frá Akureyrarflugvelli í dag 3. september. Um borð voru nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri á leið í útskriftarferð til Alicante á Spáni.

Í vetur verða fleiri sérferðir í boði fyrir íbúa Norðurlands og hafa nokkur fyrirtæki nú þegar pantað slík flug fyrir árshátíðir og aðrar hópferðir.

Fyrirspurnum um beint flug til útlanda frá Akureyrarflugvelli hefur farið fjölgandi en með beinu flugi styttist ferðatíminn til muna.