Hoppa yfir valmynd
9.6.2016
WOW air hefur flug til San Fransisco

WOW air hefur flug til San Fransisco

WOW air flaug sitt fyrsta flug til San Francisco í dag, 9. júní. Flogið verður fimm sinn­um í viku á Airbus A330-300 breiðþotum. WOW air hefur fjárfest í þremur slíkum vélum og verða þetta stærstu þotur sem flogið hef­ur verið í áætl­un­ar­flugi til og frá Keflavíkurflugvelli.

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, og Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isavia, klipptu á borða á Kefla­vík­ur­flug­velli í til­efni dags­ins og Isavia bauð farþegum upp á léttar veitingar. 

San Francisco er einn af tveim­ur áfanga­stöðum WOW air á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna en 14. júní hefst flug til Los Ang­eles og flogið verður þangað fjór­um sinn­um í viku.