
WOW air hefur flug til San Fransisco
WOW air flaug sitt fyrsta flug til San Francisco í dag, 9. júní. Flogið verður fimm sinnum í viku á Airbus A330-300 breiðþotum. WOW air hefur fjárfest í þremur slíkum vélum og verða þetta stærstu þotur sem flogið hefur verið í áætlunarflugi til og frá Keflavíkurflugvelli.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, klipptu á borða á Keflavíkurflugvelli í tilefni dagsins og Isavia bauð farþegum upp á léttar veitingar.
San Francisco er einn af tveimur áfangastöðum WOW air á vesturströnd Bandaríkjanna en 14. júní hefst flug til Los Angeles og flogið verður þangað fjórum sinnum í viku.