Hoppa yfir valmynd
17.7.2019
Yfirlýsing vegna úrskurðar Héraðsdóms í máli ALC

Yfirlýsing vegna úrskurðar Héraðsdóms í máli ALC

Isavia lýsir furðu sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í dag í máli ALC, sérstaklega í ljósi þess að hún er í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar lýsti Landsréttur með mjög skýrum hætti skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðsins.

Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómsstigi.

Með synjun Héraðsdóms Reykjaness á frestun réttaráhrifa er takmarkaður mjög möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi.