Hoppa yfir valmynd

TÆKNIÞJÓNUSTA

Miklar öryggiskröfur eru gerðar til flugleiðsöguþjónustu og er stöðugt unnið að umbótum og aðlögun á kerfum og búnaði í flugstjórnar- og fjarskiptastöðvunum. Meðal verkefna sem nú er unnið að er innleiðing nýrrar staðsetningartækni í flugleiðsögu á flugupplýsingasvæðunum í Reykjavík og Syðri-Straumfirði á Grænlandi. Tæknin nefnist ADS-B og byggir á sendingum upplýsinga úr staðsetningarkerfi einstakra flugvéla til flugstjórnarmiðstöðvar.