Hoppa yfir valmynd

Lífríki

Keflavíkurflugvöllur er stærsti flugvöllur á Íslandi. Ekkert verndað svæði eða friðlýstar fornminjar er að finna á flugvallasvæðinu. Þó er Miðnesheiðin með stærri varplöndum sílamáfs. Mófuglar hafa einnig sótt töluvert í flugvallasvæðið og gerðar hafa verið tilraunir til að breyta gróðurfari innan svæðið t.d. með plöntun lúpínu og dreifingu lífræns áburðar og sáningu.

Flugvallastæði hvers flugvallar er mismunandi og mismunandi hvað varðar fjölbreytileika dýralífs og gróðurfars. Mikil áhersla hefur verið á skráningu á fælingum, og hver almenn þróun í dýralífi hvers flugvallar. Fælingar á villtum dýrum hafa vissulega áhrif á dýralífið, en þær snúast um að öryggi flugfara og farþega sé tryggt, og því órjúfanlegur þáttur í starfsemi flugvalla.

Fylgst er vel með dýralífi innan flugvallasvæða. Skráningar á villtum dýrum hafa verið stundaðar árum saman, en þó eru þær mis ítarlegar eftir völlum og ásókn villtra dýra mjög misjöfn eftir völlum. Aðallega er um að ræða fugla en þó má sjá dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófu og kanínu af flugvallasvæði. Listi yfir tegundir sem skráðar hafa verið á flugvallasvæði, flokkaðar eftir stöðu á válista IUCN RED og verndunarstöðu innanlands má sjá hér að neðan. Vert er þó að hafa í huga að þetta eru þær dýrategundir sem fældar hafa verið af flugvallasvæði, en ekki tegundir sem hafa búsvæði þar.

Mikilvægur hluti af rekstri flugvalla er að stunda aðgerðir sem leiða til minni hættu fyrir flugfarþega og minnka líkurnar á árekstri dýrs og flugvélar. Það er gert með því að stunda mismunandi fælingar og halda dýrum frá flugvallasvæðinu t.d. með búsvæðastjórnun. Á Keflavíkurflugvelli hefur refur verið eina villta landdýrið á og við flugvöllinn. Undanfarin ár hefur ref fækkað verulega á svæðinu og allt að því undantekning að til hans sjáist. Langstærstur hluti fugla við flugvallasvæðið eru farfuglar, þó má segja að rjúpa hafi fasta viðveru við völlinn, þó í litlum mæli.

Í samantektinni hér að neðan er um að ræða villt dýr og fugla sem hafa sést á flugvallasvæði, flokkuð eftir stöðu á válista IUCN. Einnig er getið til um lagalega stöðu þessara tegunda hér á landi, en stofnstæð hérlendis getur verið frábrugðin stofnstæðum á heimsvísu. Einnig er gerð grein fyrir tegundum sem ekki teljast í hættu samkvæmt ICUN, en njóta verndar samkvæmt íslenskum lögum.

Tegund

Fræðiheiti

Staða á válista

Lagaleg staða innanlands

Kanína

Oryctolagus cuniculus

Á ekki við (NA)

Ekki Friðuð

Köttur

Felis silvestris catus

Á ekki við (NA)

Ekki friðaður

Minkur

Mustela vision

Á ekki við (NA)

Ekki friðaður

Álft

Cygnus cygnus

Ekki i hættu (LC)

Friðuð

Grágæs

Anser anser

Ekki i hættu (LC)

Friðuð nema á tímabilinu 20.ág – 15.mars 

Heiðargæs

Anser brachyrhynchus

Ekki i hættu (LC)

Friðuð nema á tímabilinu 20.ág – 15.mars

Heiðlóa

Pluvialis apricaria

Ekki i hættu (LC)

Friðuð

Hettumáfur

Larus ridibundus

Ekki í hættu (LC)

Friðaður nema frá 1.september til 15.mars

Hrossagaukur

Gallinago gallinago

Ekki í hættu (LC)

Friðuð

Margæs

Branta bernicla

Ekki í hættu (LC)

Friðuð

Melrakki

Vulpes lagopus

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Sandlóa

Charadrius hiaticula

Ekki í hættu (LC)

Friðuð

Skógarþröstur

Turdus iliacus

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Spói

Numenius phaeopus

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Stari

Sturnus vulgaris

Ekki i hættu (LC)

Friðaður

Hagamús                

Apodemus sylvaticus

Ekki í hættu (LC)

Friðuð

Jaðrakan

Limosa limosa

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Lóuþræll

Calidris alpina

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Maríuerla

Motacilla alba

Ekki í hættu (LC)

Friðuð

Smyrill

Falco columbarius

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Steindepill

Oenanthe oenanthe

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Stokkönd 

Anas platyrhynchos 

Ekki í hættu (LC)

Friðuð nema á tímabilinu 1.september – 15.mars 

Þúfutittlingur

Anthus pratensis

Ekki í hættu (LC)

Friðaður

Sílamáfur 

Larus fuscus 

Gögn vantar (DD) 

Ekki friðaður 

Fýll

Fulmarus glacialis

Í hættu (EN) 

Friðaður nema frá 1.september til 15.mars 

Hvítmáfur

Larus hyperboreus

Í hættu (EN) 

Friðaður nema frá 1.september til 15.mars 

Kjói 

Stercorarius parasiticus 

Í hættu (EN) 

Friðaður nema við friðlýst æðavarp á tímabilinu 15.apríl – 14.júlí 

Sendlingur

Calidris maritima

Í hættu (EN) 

Friðaður

Svartbakur 

Larus marinus 

Í hættu (EN) 

Ekki friðaður 

Hrafn 

Corvus corax 

Í nokkurri hættu (VU) 

Ekki friðaður 

Kría 

Sterna paradisaea 

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðuð 

Rita

Rissa tridactyla

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðuð nema 1.september til 15.mars ár hvert.

Snjótittlingur

Plectrophenax nivalis

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðaður

Súla

Morus bassanus

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðuð

Tjaldur 

Haematopus ostralegus 

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðaður 

Æður 

Somateria mollissima 

Í nokkurri hættu (VU) 

Friðuð 

Brandugla

Asio flammeus

Í yfirvofandi hættu (NT) 

Friðuð 

Rjúpa 

Lagopus muta

Í yfirvofandi hættu (NT) 

Friðuð nema nokkra daga að hausti eftir reglugerð.

Silfurmáfur

Larus argentatus

Í yfirvofandi hættu (NT) 

Ekki friðaður 

Stelkur 

Tringa totanus

Í yfirvofandi hættu (NT) 

Friðaður