

UN Global Compact Sáttmálinn
Isavia er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með þátttöku skuldbindur félagið sig til þess að stefna og starfshættir séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Isavia skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birta opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins. Árlega skilar Isavia inn framvinduskýrslu (Communication on Progress) til Sameinuðu þjóðanna og gerir þar grein fyrir hvernig félagið vinnur að samfélagsábyrgð og framvindu meginreglna Global Compact.
MEGINREGLUR GLOBAl COMPACT:
1. Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda
2. Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot
3. Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í framkvæmd rétt fólks til kjarasamninga
4. Fyrirtæki tryggja afnám nauðungar- og þrælkunarvinnu
5. Fyrirtæki tryggja virkt afnám allrar barnavinnu
6. Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals
7. Fyrirtæki styðja beiting varúðarreglu í umhverfismálum
8. Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu
9. Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni
10. Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru 17 talsins með 169 undirmarkmið. Með þeim er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Þetta eru víðtæk markmið sem ætlað er að vera leiðarvísir fyrir þjóðir, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga um að búa okkur betri heim. Isavia setur sér árlega markmið tengd Heimsmarkmiðunum sem hægt er að kynna sér í árs- og samfélagsskýrslum félagsins.

JAFNRÉTTISSÁTTMÁLI UN WOMEN
Isavia er aðili að Jafnréttissáttmálanum sem er alþjóðlegt átak UN Women og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur fyrirtækið sig til að vinna að jafnréttismálum innan fyrirtækisins, sýna samfélagslega ábyrgð og hafa frumkvæði í málaflokknum. Í sáttmálanum eru sjö viðmið sem fyrirtæki og stofnanir hafa að leiðarljósi til að efla jafnrétti og auka þátt kvenna í atvinnulífinu..
VIÐMIÐ JAFNRÉTTISSÁTTMÁLANS:
1. Stuðla að jafnrétti kynjanna
2. Jöfn tækifæri til vinnu
3. Heilsa, öryggi og ofbeldislaus vinnustaður
4. Menntun og þjálfun
5. Fyrirtækjaþróun sem ýtir undir aukna þátttöku kvenna
6. Forysta í samfélagslegri ábyrgð
7. Gagnsæi, aðgerðir og upplýsingaskylda
Undirritun sáttmálans er framhald af vinnu innan félagsins á sviði jafnréttismála og samfélagsábyrgðar. Isavia setur sér árlega markmið tengdu heimsmarkmiði fimm um jafnrétti kynjanna.

FESTA - miðstöð um samfélagsábyrgð
Isavia er stoltur aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og efla fyrirtæki og stofnanir til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að sjálfbærni. Markmið Festu er að efla getu fyrirtækja og stofnana til að vera framúrskarandi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.

Ábyrg ferðaþjónusta
Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustu-fyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Isavia hefur verið þáttakandi í verkefninu frá upphafi.

GLOBAL REPORTING INITATIVE
Samfélagsskýrsla Isavia er gefin út samkvæmt staðli Global Reporting Intitiative ásamt sérákvæðum þess um starfsemi flugvalla. Sérákvæðin taka sérstaklega á þeim áskorunum og tækifærum sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að gefa dýpri mynd af starfsemi Isavia og áhrifum þess á samfélagi.
- Hér er hægt að kynna sér ársskýrslur Isavia
HELSTU SAMTÖK SEM ISAVIA ER AÐILI AÐ:
Airport Council International (ACI)
Ameríska-íslenska viðskiptaráðið
BIM Ísland
Borealis, samstarfsvettvangur flugleiðsöguþjónustuveitenda í NV-Evrópu
Civil Air Navigation Services Organisation (CANSO)
Dansk-íslenska viðskiptaráðið
Dokkan
Festa – miðstöð um samfélagslega ábyrgð
Fransk-íslenska viðskiptaráðið
ÍMARK
Íslenski ferðaklasinn
Íslenski sjávarklasinn
Lísa - samtök um landupplýsingar á Íslandi
Mannauður – félag mannauðsfólks á Íslandi
NAT-SPG, samstarfsvettvangur ríkja inna ICAO NAT-Region svæðisins
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Samorka
Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi
Samtök ferðaþjónustunnar
Samtök vefiðnaðarins
Ský -Skýrslutæknifélag Íslands
Stjórnvísi
Steinsteypufélag Íslands
United Nations Global Compact
Verkefnastjórnunarfélag Íslands