Hoppa yfir valmynd

Öryggismál

Isavia leggur ríka áherslu á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í öryggismálum. Öryggis- og gæðastjórnunarkerfi Isavia leggur grunninn að skilgreindri ábyrgð, skriflegum ferlum, skráningu og úrvinnslu atvika, öryggis- og gæðamála, gerð áhættumata, framkvæmd úrbóta, öryggisfræðslu og sífelldri endurskoðun á öryggis- og gæðamálum.

Leiðarljós Isavia er öryggi, samvinna og þjónusta. Flugsamgöngur eru flókin og margþætt starfsemi þar sem öryggi er ávallt í lykilhlutverki. Krafan um öryggi almennings, viðskiptavina og okkar sjálfra felur í sér að við séum alltaf eins vel undirbúin og hugsast getur. Þess vegna erum við sífellt að bæta hæfni okkar og erum alltaf á tánum til þess að bregðast rétt við og stuðla að öruggum flugsamgöngum.

Áhersla er lögð á að öryggisfrávik séu tilkynnt eða upplýsingar berist um það sem betur má fara. Hér er hægt að senda öryggistilkynningu.

Keflavíkur flugvöllur annast flugvernd og flugöryggi í samræmi við gildandi innlendar og erlendar kröfur. Það felur m.a. í sér að tryggt sé að flugrekendur og þjónustuaðilar sem koma að starfsemi á Keflavíkurflugvelli vinni samkvæmt þeim kröfum. Samkomulag Isavia við flugrekendur og þjónustuaðila ásamt felur í sér að því sé framfylgt.

Eftirlit með flugvernd og öryggi á flughlaði er í höndum öryggisvarða á Keflavíkurflugvelli sem jafnframt annast öryggisleit við inngang að flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar.

Í gildi eru flugverndar- og öryggiskröfur sem meðal annars eru útlistaðar í aðgangs- og öryggisreglum Keflavíkurflugvallar. Flugrekendum og þjónustuaðilum ber að tryggja að starfsfólk þeirra hafi hlotið fræðslu um þær reglur sem gilda.