Hoppa yfir valmynd

Fræðsla og þjálfun

METNAÐARFULLT FRÆÐSLUSTARF

Hjá Isavia fer fram umfangsmikið og metnaðarfullt fræðslustarf. Þjálfun stærstu hópanna eins og flugverndarstarfsmanna, flugvallarstarfmanna og flugumferðastjóra fylgir þjálfunaráætlunum sem samþykktar eru af Samgöngustofu. Sérstök lög og reglur móta rekstrarumhverfi Isavia á sviði flugvallarekstur og flugleiðsöguþjónustu. Reglubundin þjálfun og endurmenntun eru hluti af daglegum störfum okkar starfsfólksins.

Sérstaða okkar í fræðslu og þjálfun snýr að því að flestir starfsmenn hljóta sína grunnþjálfun er á vegum Isavia og eru það starfsmenn fyrirtækisins sem sjá um að leiðbeina. Þeir sem sinna fræðslu innan fyrirtækisins fá til þess sérstaka þjálfun. 


FJÖLBREYTNI Í FYRIRRÚMI

  • Kennsluaðferðir okkar eru í stöðugri þróun og notumst við mikið við upplýsingatækni í okkar miðlun.
  • Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði á ári hverju sem efla okkar fólk bæði faglega og persónulega.
  • Undanfarin ár hefur í auknum mæli verið boðið upp á blandað nám þar sem bókleg kennsla fer fram á námsvef Isavia en verkleg kennsla á starfsstöð.