Hoppa yfir valmynd


VILT ÞÚ VERA MEÐ OKKUR Í SUMAR?

Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli eru frábært tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að öðlast reynslu af starfi á

alþjóðaflugvelli og á sama tíma tækifæri til að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað.

Umsóknarfrestur er 27. mars 2023.


ÖRYGGISLEIT

Í öryggisleit Keflavíkurflugvallar vinna að jafnaði 160 einstaklingar við öryggisleit farþega og skimun farangurs. Í gegnum öryggisleit fara allir farþegar þegar þeir eru á leið erlendis. Starfsfólk öryggisleitar er í samskiptum við alla okkar frábæru farþega og sinna því mikilvæga hlutverki að þjónusta þá og tryggja öryggi þeirra. Starfsfólk í öryggisleit gegnir því mikilvægu öryggis- og þjónustuhlutverki og þeim ber að fylgja lögum og reglugerðum í sínum störfum. Í þessu starfi er því gott að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og hafa nákvæm og öguð vinnubrögð.  
 
Allir sem hefja störf í öryggisleit þurfa að sitja námskeið í flugvernd þar sem hluti þess er á rafrænu formi en stór hluti er verklegt. Í öryggisleit er unnið á vöktum. Hérna er hægt að lesa meira um vaktakerfið


SKoða nánar


MATREIÐSLUMAÐUR/NEMI

Víkin er glæsilegt mötuneyti Isavia sem þjónustar starfsfólk Isavia og aðra samstarfsaðila á Keflavíkurflugvelli. Þeir sem starfa í Víkinni annast matreiðslu í samráði við matreiðslumann og framreiðir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Einnig er boðið upp á salat og súpu og starfsfólk Víkurinnar hafa umsjón með salatbarnum. Þar að auki sinnir starfsfólk frágangi og uppvaski, móttöku birgða og áfyllingu á kæla og kaffivélar.

Um nokkur hundruð manns fara í gegnum Víkina á dag og því er mikilvægt að starfsfólk í Víkinni er þjónustulundað og hafi metnað fyrir því að bjóða upp á góðan mat fyrir starfsfólk flugvallarsamfélagsins. Í Víkinni er unnið á 2-2-3 vöktum. Hérna er hægt að lesa meira um vaktakerfið


SKoða nánar

Víkin Keflavík

EFTIRLIT

Starfsfólk í eftirlitsdeild Keflavíkurflugvallar sinnir eftirliti á öllum svæðum flugvallarins, þ.e. í flugvallarbyggingum og á flughlöðum, meðfram flugvallargirðingum og á almenningssvæðum. Starfsfólk eftirlits er því mikið á ferðinni um allt flugvallarsvæðið.

Starfsfólk sem starfar í eftirliti þarf að sitja námskeið í flugvernd þar sem hluti er á rafrænu formi en stór hluti er verklegur. Einnig fer fram starfsþjálfun eftir að formlegu námskeiði er lokið.

Starfsfólk í eftirliti þarf að vera með bílpróf.

Í eftirlitsdeild er unnið annars vegar á föstum 5-5-4 dag- og næturvöktum og hins vegar 2-2-3 dagvöktum en frekari upplýsingar er hægt að finna um það hér.

SKoða nánar


FARÞEGAAKSTUR

Starfsfólk í farþegaakstri á Keflavíkurflugvelli sinnir akstri með flugfarþega til og frá flugstæðum á Keflavíkurflugvelli.  Önnur verkefni eru umhirða rútu, bíla og kerra ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meiraprófi (D-réttindi) fyrir farþegaakstur.

Unnið á 5-5-4 dag- og næturvöktum, hérna má lesa nánar um vaktakerfið.


Skoða nánar


ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í FARÞEGAÞJÓNUSTU 

Við leitum að glaðlyndum einstaklingum með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. 

Þjónustufulltrúar starfa innan farþegaþjónustu en þeirra meginverkefni er að safna saman farangurskerrum í og við flugstöðina og skila þeim inn í farangurssal. Sótthreinsun á veiðibúnaði og sinna upplýsingagjöf í komusal. 

Þjónustufulltrúar vinna samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.


Skoða nánar

Þjónustufulltrúi í farþegaþjónustu

FARÞEGAÞJÓNUSTA

Starfsfólk í farþegaþjónustu hefur það meginhlutverk að tryggja fötluðum og hreyfihömluðum farþegum þá aðstoð sem þeir þurfa hvort sem er við komu þeirra til landsins eða við brottför. Þjónustan sem starfsfólk farþegaþjónustu veitir er oft á tíðum nefnt PRM sem stendur fyrir „Passenger with Reduced Mobility“ eða þá sem eru með skerta hreyfigetu.

Starfið felur því í sér mikil mannleg samskipti og starfsfólk farþegaþjónustunnar þarf að leggja sig fram við að veita faglega þjónustu og hafa lipurð í mannlegum samskiptum.

Þegar fólk hefur störf í farþegaþjónustu situr það 3ja daga námskeið.

Í farþegaþjónustunni er unnið á óskavöktum en nánari upplýsingar má finna um það hér.

Skoða nánar