Hoppa yfir valmynd

Líkamsrækt

 


Vilt þú vera með okkur í sumar?

Isavia annast rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar en hjá félaginu starfa um 900 einstaklingar í áhugaverðum og skemmtilegum verkefnum. Sumarstörf á
Keflavíkurflugvelli eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Í sumar leitum við að um
rúmlega 300 einstaklingum til að ganga til liðs við okkur til að þjónusta gesti okkar og viðskiptafélaga yfir sumarmánuðina. Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli eru
frábært tækifæri til að öðlast reynslu af starfi á alþjóðaflugvelli og á sama tíma tækifæri til að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað.  
 
Umsóknarfrestur er 12. apríl 2024.

Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út.
Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst. 


 

Flugvallarþjónusta

Flugvallarþjónusta sinnir rekstri og eftirliti með flugbrautum, flugvallarmannvirkjum og umhverfi á vallarsvæði flugvallarins sem og björgunar- og slökkviþjónustu. Í sumar leitum við að liðsauka við að sinna umhirðu og viðhaldi á flugvallarsvæði. Kostur er að umsækjendur hafi gott verkvit, hafi drifkraft og geti unnið sjálfstætt. 

Starfsfólk í flugvallarþjónustu þarf að vera með bílpróf. 

Vinnutími er virka daga kl. 8-16.     
 

SKoða nánar


Bílastæðaþjónusta

Í bílastæðaþjónustu er starfsfólk að aðstoða farþega og viðskiptavini á bílastæðum ásamt því að sinna almennri þjónustu í afgreiðslu. Einnig getur starfsfólk í bílastæðaþjónustu þurft að sinna tilfærslu ökutækja. Mikilvægt er að starfsfólk í bílastæðaþjónustunni hafa góða þjónustulund og mikla samskiptahæfileika. 

Starfsfólk í bílastæðaþjónustu þarf að vera með bílpróf. 

Starfsfólk í bílastæðaþjónustu vinnur á vöktum. 

SKoða nánar


Aðstoðarfólk í mötuneyti

Víkin er glæsilegt mötuneyti sem þjónustar starfsfólk Isavia og aðra samstarfsaðila á Keflavíkurflugvelli. Þeir sem starfa í Víkinni annast matreiðslu í samráði við matreiðslumann og framreiðir morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Einnig er boðið upp á salat og súpu og starfsfólk Víkurinnar hefur umsjón með salatbarnum. Þar að auki sinnir starfsfólk frágangi og uppvaski, móttöku birgða og áfyllingu á kæla og kaffivélar. 

Um nokkur hundruð manns fara í gegnum Víkina á dag og því er mikilvægt að starfsfólk í Víkinni sé með góða þjónustulund og hafi metnað fyrir því að bjóða upp á góðan mat fyrir starfsfólk flugvallarsamfélagsins.  

Í Víkinni er unnið vöktum.  


SKoða nánar

Sérhæfð viðhaldsstjórnun

Í sérhæfðri viðhaldsstjórnun á Keflavíkurflugvelli, felst starfið í því að vera fyrsta viðbragð við öllum þeim bilunum og frávikum sem verða í búnaði á Keflavíkurflugvelli.  

Sá aðili sem fær boð um starfið þarf að geta sótt undirbúningsnámskeið og standast próf í lok námskeiðsins.  

Í sérhæfðri viðhaldsstjórnun er unnið á vöktum.


Skoða nánar


Notendaþjónusta

Í notendaþjónustu á Keflavíkurflugvelli eru helstu verkefni þjónusta við notendur, uppsetningar og viðhald á tölvum. Einnig er kerfisstjóra veitt aðstoð við uppsetningu á vél- og hugbúnaði ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við stjórnendur.

Góð þekking á Microsoft lausnum og IP kerfum er kostur og þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt

Vinnutími er virka daga kl. 8-16.  

SKoða nánar