Hoppa yfir valmynd

Sumarstörf hjá Isavia

VILT ÞÚ VERÐA HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI Í SUMAR?

Hjá Isavia bjóðast fjölbreytt störf í sumar. Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, þægilega framkomu og geta unnið undir álagi. Óskað er eftir snyrtilegu og reyklausu starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. 

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst.

Flugvernd

Starfið felst m.a. í öryggisleit og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf, um er að ræða vaktavinnu.

Farþegaþjónusta

Helstu verkefni eru flæðisstýring, þjónusta við farþega, umsjón og eftirlit með upplýsingaborðum, eftirlit með búnaði sem farþegar nota og önnur tilfallandi verkefni.

Bílastæðaþjónusta

Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og sótthreinsun á veiðibúnaði.

Rekstrarstjórnstöð

Helstu verkefni eru úthlutun loftfarastæða, innritunarborða og annarra innviða. Eftirlit með farþegaflæði flugstöðvar, fasteignum og búnaði. Móttaka og úrvinnsla allra erinda sem og önnur tilfallandi verkefni.

VISSIR ÞÚ AÐ:

  • Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns af samhentum hópi kraftmikils og metnaðarfulls starfsfólks.
  • Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum þeim tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar.
  • Isavia leggur áherslu á góðan starfsanda sem er forsenda þess að líða vel í starfi og veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.
  • Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsmanna því viljum við búa þeim öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsmenn sína til að stunda reglubundna líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.
  • Isavia er með öflugan innri vef sem er upplýsingaveita starfsfólks á hverjum tíma. Við vitum hve mikilvægt er að starfsmenn séu vel upplýstir til að geta sinnt störfum sínum vel.
  • Isavia leggur mikla áherslu á þjálfun og fræðslu starfsmanna sinna til að efla þá í að ná meiri árangri í starfi.
  • Jafnréttisáætlun Isavia tryggir að konur og karlar hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi en Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Sjá jafnréttisáætlun Isavia.
  • Hjá Isavia er starfrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum viðburðum fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við félagið. Þar má nefna viðburði eins og fjölskyldudag, árshátíð, gönguferðir, bíó og leikhúsferðir og m.fl.
  • Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að Ísland verði miðstöð flugs í norður Atlantshafi og hlutverk þess að vera þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að flugsamgöngum á Íslandi. Þannig viljum við vera hluti af góðu ferðalagi. Leiðarljós okkar eru öryggi, samvinna og þjónusta.