Hoppa yfir valmynd

Millilandaflug um innanlandsflugvelli

Isavia Innanlandsflugvellir og Íslandsstofa vinna saman að verkefni með fulltingi menningar- og viðskiptaráðuneytisins til eflingar Flugþróunarsjóðs sem hefur það hlutverk að styðja við markaðssetningu flugvallanna á Norður- og Austurlandi í samvinnu við markaðsstofur svæðanna. Tækifæri eru í enn frekari samvinnu svæðanna og að flugvellirnir verða markaðssettir sem tveir möguleikar á beinu aðgengi að einstakri náttúru.

Isavia Innanlandsflugvellir og Íslandsstofa settu á laggirnar þriggja ára verkefni til að kynna flugvellina, innviði og þjónustuna sem er í boði en hlutverk markaðsstofanna er að kynna áfangastaðina, vöruframboð og undirbúa komu væntanlegra ferðamanna. Erlend flugfélög hafa sýnt þessu mikinn áhuga og verkefnið mun halda áfram á næstu misserum.

Isavia North and East Iceland