Hoppa yfir valmynd

Aðgangsmál Innanlandsflugvalla

Helstu spurningar og svör

a. Umsóknareyðublaðið fyrir aðgangsheimild fyrir einstaklinga að flugvöllum
Isavia Innanlandsflugvalla er hægt að nálgast á heimasíðu Isavia Innanlandsflugvalla.

b. Umsóknareyðublaðið fyrir aðgangsheimild fyrir ökutæki að flugvöllum Isavia
Innanlandsflugvalla er hægt að nálgast á heimasíðu Isavia Innanlandsflugvalla.

Hægt er að nálgast aðgangspassann í passaútgáfan sem er staðsett í móttöku
Isavia á 3. hæð á Keflavíkurflugvelli. Einnig er hægt að óska eftir að passinn sé
sendur í ábyrgðarpósti á kostnað umsækjanda sem er 1.400,- kr.

Öll fyrirtæki/flugskólar/flugklúbbar/fasteignaeigendur sem þurfa
aðgangheimild þurfa að skrá sig í gagnagrunn Isavia. Hér er hægt að nálgast
skráningarform.

Ábyrgðarmaður umsóknar er aðgangskortastjórnandi samkvæmt fyrirtækjaskráningu viðkomandi fyrirtæki/flugskóla/flugklúbb eða eignarhaldsfélags fasteignar.

Viðkomandi er þá ábyrgð þann einstaklings með gilda aðgangsheimild að flugvellinum og ber þeim einstaklingi að fylgja gesti/gestum allan tímann.

a. Netfang er ólæsilegt. Mikilvægt er að netfang umsækjanda sé greinilegt því
viðkomandi fær sent rafrænt námskeið á sitt persónulega netfang.

b. Liður 1 í bakgrunnspappírum á að vera auður. Þar fyllir Isavia inn viðeigandi
upplýsingar.

a. Flestum nægir að haka við “Flugsvæði”.

b. Eingöngu þeir sem sinna afgreiðslu millilandaloftfara í almenningsflugi þurfa að haka við “haftasvæði flugverndar”.

Eftir að umsókn er send inn þá fer út póstur til umsækjanda með upplýsingar um námskeið sem þörf er að taka til þess að fá aðgang að. Mikilvægt er að líta í ruslpóstamöppuna ef póstur berst ekki innan sólarhrings á virkum degi.

Nei, eingöngu vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar (millilandaflug).

a. Aðgangsheimild fyrir einstaklinga er 6.900,- kr.

b. Aðgangsheimild fyrir ökutæki er 6.900,- kr.

c. Fjarstýringar kosta 10.000,- kr.

d. Ábyrgðarpóstur kostar 1.400,- kr.

Ég þarf að geta ekið ökutækjum inn á flugvellinum. Í hvað haka ég?

a. Flestum nægir að haka við “A” - þ.e. akstur á flughlöðum og þjónustusvæðum.

b. Einungis þeir sem þurfa að aka á og yfir flugbrautir haka við “D”.

D-heimild eru ekki gefnar út á BIAR og BIEG til annarra en Isavia
starfsmanna

a. Hægt er að sækja um fjarstýringu í eyðublaðinu „Umsókn um aðgangsheimild
fyrir ökutæki“. Einnig er greitt fyrir fjarstýringuna fyrir fram í gegnum
umsóknareyðublaðið.
b. Eftir að bæði aðgangspassi fyrir einstaklinga og ökutæki hafa borist
umsækjanda er nauðsynlegt að panta tíma til þess að samtengja ökutækjapassa
við fjarstýringuna í gegnum vefpóstinn: [email protected]

a. Mögulega er útrunnin heimild aðgangskorts á bakvið fjarstýringu, sækja þarf þá um endurnýjun aðgangsheimildar. Virkja þarf fjarstýringu að nýju eftir að ný aðgangsheimild liggur fyrir.

b. Endurnýja þarf rafhlöðu í fjarstýringu.

Í umsóknareyðublaðinu um aðgangsheimild fyrir einstaklinga er hægt að velja þá alþjóðaflugvelli sem sótt er um aðgang að.

Akstursheimild er gefin út á viðkomandi ökutæki og gildir ekki fyrir önnur ökutæki.
Sækja þarf um nýja heimild fyrir annað ökutæki.

ATH. Við starfslok og/eða lok tíma heimildar ber að skila aðgangskortum og fjarstýringu til aðgangskortastjórnanda, sem kemur þeim til viðkomandi flugvallaryfirvalda.